Lið MH komið í þriðju umferð Gettu betur

Mynd af liði MH (tekin af ruv.is)
Mynd af liði MH (tekin af ruv.is)

Lið MH er komið í þriðju umferð Gettu betur en í annarri umferð sigraði MH lið ME með 34 stigum gegn 9 stigum andstæðinganna. Lið MH skipa Una Ragnarsdóttir, Ísleifur Arnórsson og Júlía Helga Kristbjarnardóttir. Í næstu umferð mætir lið MH liði Kvennaskólans og fer viðureignin fram 25. febrúar og verður á RÚV.

Við óskum liði MH til hamingju með glæsilegan árangur og munum fylgjast spennt með næstu umferð.