Lið MH áfram í aðra umferð Gettu betur

Þriðjudaginn 7. janúar keppti lið MH í Gettu betur á móti liði Menntaskólans í tónlist (MÍT). Leikar fóru þannig að lið MH sigraði með 22 stigum gegn 15 stigum MÍT. Það er skemmtileg staðreynd að fjöldi nemenda MÍT stundar bóklegan hluta námsins í MH.
Lið MH skipa þetta árið Bára Þorsteinsdóttir, Arney Íris E Birgisdóttir og Ari Hallgrímsson.
Við óskum liði MH innilega til hamingju með sigurinn. Í næstu umferð þann 16. janúar mætir liðið Kvennaskólanum í Reykjavík.