Lið MH áfram í aðra umferð Gettu betur

Lið MH keppti í vikunni í fyrstu umferð Gettu betur og var andstæðingurinn Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. Leikar fóru þannig að lið MH sigraði með 26 stigum gegn 9 stigum Mosfellinga. Lið MH skipa í ár þau Gunnar Ólafsson, Jenný María Jóhannsdóttir og Tómas Ingi Hrólfsson. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

MH keppir næst 15. janúar á móti Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst viðureignin kl. 20:30 og er útvarpað á RÁS2.