Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í Hörpuhorni

Sunnudaginn 15. maí kom kór skólans fram í Hörpuhorni í Hörpu á tónleikum en um var að ræða söngdagskrá fjögurra kóra. Kórfélagar tóku þessu tækifæri fagnandi enda lítið verið um tónleikahald á tímum COVID. Næst mun kórinn koma fram á brautskráningu skólans þann 28. maí næstkomandi.