Kínverskukeppni framhaldsskólanema í MH

Miðvikudaginn 29. ágúst fer fram kínverskukeppni framhaldsskólanema og verður hún haldin í MH kl. 8:10 í stofu 45. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin hér á landi en kínverskukeppni háskólanema hefur verið haldin nokkrum sinnum áður. Sigurvegara keppninnar býðst svo að fara til Kína í tvær vikur í október og taka þátt í alþjóðlegri kínverskukeppni framhaldsskólanema.