Ræðukeppni á japönsku

Fleira var um að vera í hátíðarsal skólans í dag þar sem listir og menning fengu að njóta sín. Nemendur í japönsku í MH tóku þátt í ræðukeppni þar sem þau sögðu sögur, kynntu persónur, töluðu yfir myndbönd, kynntu lokaverkefni í efnafræði, spiluðu tónlist, sýndu sirkuslistir og ýmislegt meira sem þarf japönskuþekkingu til að segja frá.