Jafnrétti kynjanna

Í dag fengum við í MH gesti frá Kwansei Gakuin Senior High School í Japan og eru þau hér til að kynna sér jafnrétti kynjanna á Íslandi. Japönskukennari skólans, Yayoi Mizoguchi, tók á móti þeim og Steinn rektor kynnti þeim það helsta sem við erum að gera í MH. Alltaf gaman að fá áhugasama gesti í heimsókn.