Íþróttavika Evrópu - #Be Active

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Menntaskólinn við Hamrahlíð lætur ekki sitt eftir liggja og hvetur til hreyfingar nú sem endranær.
Íþróttakennarar skólans hafa veg og vanda af dagskránni sem er fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan.
Íþróttavikan er ætluð öllum nemendum og starfsfólki og lögð er sérstök áhersla á að skapa hreyfigleði í daglegu lífi.
 
Dagskrá íþróttaviku í MH
 
Þemavika- viðburðir
  • Mánudagur 22.september- Fyrirlestur “Þín heilsa, þín ábyrgð” (kl.12:15-12:45 í stofu 11)

  • Þriðjudagur 23.september- Bandvefslosun (kl.12:15-12:45 í jógasal MH)

  • Miðvikudagur 24.september- Þakklætisganga (kl.12:15-12:45.  Hittast í anddyri MH, aðalinngangur)

  • Fimmtudagur 25.september- Styrktarþjálfun (kl.12:15-12:45, í jógasal MH)

 
Áskorun dagsins milli kl.10-14
  • Mánudagur: 500m róður á tíma

  • Þriðjudagur: Hámarks fjöldi upphífinga á stöng við anddyri

  • Miðvikudagur: Assault bike- fjöldi cal á 30 sekúndum.

  • Fimmtudagur: Planki (tími)

  • Föstudagur: Bóndaganga- lengd gengin á 1 mín (með 2 þungar ketilbjöllur) Aðeins í hádeginu kl.12:40-13:20- kennari á staðnum og nemendur þurfa að skrá sig. (af öryggis ástæðum)