Hátt hlutfall MH-inga með 10 í skólasóknareinkunn

Á haustönn 2018 voru 500 nemendur með 10 í skólasóknareinkunn eða 43% nemenda. Til að fá 10 í skólasóknareinkunn þurfa nemendur að vera með a.m.k. 95% skólasókn. Tæplega 800  nemendur voru með 90% skólasókn og er það mjög jákvæð niðurstaða og sýnir hversu einbeittir nemendur eru að mæta vel í skólann.  Alls voru 45 nemendur með óaðfinnanlega skólasókn, þ.e. mættu 100% í alla tíma yfir önnina.
Við óskum nemendum til hamingju með mjög góða skólasókn á haustönn.