Breytt innskráning aðstandenda í Innu

Frá og með 1. mars geta aðstandendur nemenda einungis skráð sig inn í Innu með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu og þeim upplýsingum sem þar eru varðandi MH-inginn þeirra.  Þeir geta fylgst með námsframvindu, verkefnum og skiladögum, því sem er að gerast í tímum, mætingu og fleiru.  Jafnvel geta þeir skráð veikindi. 

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með börnunum ykkar og fylgjast með því sem þau eru að gera í skólanum.