Grænn dagur í MH

Græni liturinn í ýmsum tilbrigðum!
Græni liturinn í ýmsum tilbrigðum!

Nemendur og starfsfólk skörtuðu grænu í dag í tilefni græns dags umhverfisvikunnar. Fataskiptimarkaður er í fullum gangi á Matgarði og þar leynast margar gersemar. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að losa sig við flíkur sem eru aldrei notaðar og gefa þeim nýtt líf. Á morgun verður svo boðið upp á fyrirlestur í hádeginu.