Græn stæði

MH tekur þátt í verkefninu Græn skref. Það er skipulagt fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Verkefninu er skipt í fimm skref. Í lok árs 2021 voru skrefin orðin 3 og erum við að vinna að því fjórða. Einn liður í því er að skólinn bjóði upp á stæði fyrir umhverfisvænni bíla. Fjögur grænmáluð stæði eru efst á bílastæði vestan megin við skólann, næst Háuhlíð. Þau eru ætluð bílum sem ganga fyrir hreinum innlendum orkugjöfum eins og rafmagni og metani.