Góður árangur MH-inga í Almennu landskeppninni í efnafræði

17. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram 28. febrúar. Alls tóku þátt 102 nemendur úr sjö skólum. Efstu keppendunum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður í Háskóla Íslands helgina 24.-25. mars.
Alec Elías Sigurðsson náði frábærum árangri og sigraði með 96,5 stig af 100 mögulegum og Tómas Ingi Hrólfsson varð í 10. sæti. Sannarlega glæsilegur árangur og óskum við þeim innilega til hamingju.