Glæsilegur árangur í úrslitum landskeppninnar í efnafræði

MH-ingurinn Oliver Sanchez sigraði í úrslitum landskeppni í efnafræði en hann sigraði einnig forkeppnina sem fór fram fyrir skömmu. MH-ingurinn Telma Jeanne Bonthonneau varð í fjórða sæti og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Oliver stundar nám á IB-braut og Telma Jeanne á náttúrufræðibraut.
Fjórum stigahæstu keppendum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu í efnafræði 2021. Þeir sem þiggja sæti munu taka þátt í 5. Norrænu efnafræðikeppninni sem (vonandi) verður haldin í Reykjavík dagana 19. - 23. júlí og í 53. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem verður haldin gegnum netið frá Japan, dagana 24. júlí -1. ágúst 2021.