Gettu betur lið MH komið í undanúrslit

Lið MH í Gettu betur 2022
Lið MH í Gettu betur 2022

Lið MH í Gettu betur er komið í undanúrslit eftir að hafa sigrað lið Kvennaskólans í átta liða úrslitum. Lið skólans mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ föstudaginn 4. mars í beinni útsendingu á RÚV. Liðið skipa skipa Una Ragnarsdóttir, Ísleifur Arnórsson og Júlía Helga Kristbjarnardóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og munum fylgjast spennt með viðureigninni nk. föstudag.