Fyrsti prófdagurinn er í dag

Í dag, mánudaginn 2. maí, er fyrsta prófið og eru það eðlisfræði og franska sem eru fyrst á dagskránni. Um helgina sendi prófstjóri póst á alla nemendur um hvernig á að bera sig að í prófunum og minnum við nemendur á að þið getið mætt í inn í prófsalina 10 mínútur fyrir próf. Allar nánari upplýsingar eru í pósti prófstjóra. Gangi ykkur sem best og njótið þess að rifja upp efnið sem þið hafið verið að vinna með alla önnina.