Fyrsti prófdagur

Ásdís og Anna Pála eru tilbúnar að taka á móti nemendum í próf
Ásdís og Anna Pála eru tilbúnar að taka á móti nemendum í próf

Í dag er fyrsti prófdagur og erum við mjög spennt að fá loksins að halda lokapróf í MH. Lokapróf hafa ekki verið í húsi undanfarnar annir svo það ríkir mikil spenna í loftinu. Fyrsta prófið er spænskupróf og spænskukennarar eru meira en tilbúnir að taka á móti nemendum í próf. Spænsku prófin eru Innupróf sem nemendur taka í MH.  Gangi ykkur vel - Buena suerte.