Fyrsta græna skrefið

Fyrsta skrefið af fimm í höfn
Fyrsta skrefið af fimm í höfn

MH tekur þátt í verkefninu Græn skref. Það er skipulagt fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Verkefninu er skipt í fimm skref. Um miðjan febrúar náði skólinn að stíga fyrsta skrefið þegar starfsmaður Umhverfisstofnunar tók út þær aðgerðir sem tilgreindar eru í gátlista fyrsta skrefs. Viðurkenningarskjal barst svo í hús í vikunni því til staðfestingar. Þegar er hafist handa við að uppfylla kröfur annars skrefs en skólinn stefnir að því að ljúka öllum skrefunum fimm á árinu.