Frábær árangur í Landskeppni í Efnafræði 2018

Alec Elías Sigurðarson náði glæsilegum árangri og sigraði annað árið í röð í Landskeppni í efnafræði og Tómas Ingi Hrólfsson varð í sjötta sæti.
Sigurvegarinn fær boð um að taka þátt í Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Osló dagana 16.-19. júlí og í 50. Alþjóðlegu ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Tékklandi og Slóvakíu dagana 19.-29. júlí.
Við óskum þeim Alec Elíasi og Tómasi Inga innilega til hamingju með árangurinn.