Forvarnardagurinn - 3.október

"Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu."  Þetta má lesa á síðu íþrótta og ólympíusambands Íslands.  Einnig er tekið fram hverjir lykilpunktar forvarnardagsins eru.  Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun koma í heimsókn í skólann og heiðra nemendur í lífsleiknitíma með nærveru sinni.