Betri árangur í prófum

Áður en prófin hefjast hvetjum við ykkur til að fara vel yfir próftöfluna og skoða hvaða daga prófin ykkar eru og klukkan hvað þau byrja. Ef einhver á eftir að fá lausn á einhverju sem tengist próftöflunni þá er hægt að hafa samband við prófstjóra og/eða náms- og starfsráðgjafa. Á prófdaginn er gott að fá sér uppáhaldsmorgunmatinn og reyna að láta sér líða vel á meðan borðað er. Fleiri góð ráð eins og þessi má finna hér á heimasíðunni undir leiðbeiningar varðandi próf