MH-ingar í þýskuþraut og stuttmyndakeppni

Anja, Lilja og Guðmundur mættu til að taka á móti verðlaunum
Anja, Lilja og Guðmundur mættu til að taka á móti verðlaunum

Nokkrir nemendur frá MH tóku þátt í þýskuþraut og stuttmyndakeppni á vegum þýska sendiráðsins, þýskukennarafélagsins og Goethe Institut í Kaupmannahöfn. MH-ingarnir stóðu sig mjög vel og fengu nokkur verðlaun. Guðmundur Brynjar Þórarinsson varð í öðru sæti á getustigi 1 þar sem 130 keppendur tóku þátt og Einar Ernir Kjartansson varð í 4. sæti á getustigi 2 þar sem 30 keppendur tóku þátt. Einnig voru veitt verðlaun í stuttmyndakeppni þar sem þau Auður Líf Stangeland og Anja Huld Jóhannsdóttir fengu fyrstu verðlaun og Einar Ernir Kjartansson og Lilja Sól Helgadóttir önnur verðlaun. Til hamingju öll með þennan glæsilega árangur - sehr gut.