Berlín heimsótt

Hópurinn fyrir utan þinghúsið í Berlín.
Hópurinn fyrir utan þinghúsið í Berlín.

Dagana 22.-25. maí fór hópur úr MH til Berlínar, en með ferðinni lauk svokölluðum Berlínaráfanga þar sem nemendur hafa alla önnina verið að kynna sér þessa mögnuðu borg, sögu hennar og menningu. 13 nemendur og 2 kennarar fóru í ferðina, sem heppnaðist mjög vel.  Dagskráin var þétt og margir áhugaverðir staðir heimsóttir, en einn af þeim var einmitt þinghúsið. Þar er hægt að ganga upp í glerhvelfinguna sem er ofan á húsinu og njóta stórfenglegs útsýnis yfir borgina.  Það voru sælir en þreyttir ferðalangar sem komu heim frá Berlín og flestir höfðu á orði að þeir þyrftu að fara þangað fljótt aftur til að kynnast borginni enn betur.