Þegar eintaklingar sem stunda nám í MH greinast með Covid-19 eftir PCR próf, fer smitrakning í gang. Þeir einstaklingar sem þurfa að fara í sóttkví eru látnir vita eins fljótt og auðið er. Aðrir sem voru með viðkomandi í kennslustund fá ekki tölvupóst eða upplýsingar um smitið þar sem ekki er lengur verið að senda einstaklinga í smitgát. Sóttkví ræðst af því hversu nálægt viðkomandi einstaklingi einhver var, hversu lengi og hvort grímur voru notaðar. Í þeim aðstæðum sem má taka niður grímur, þurfa allir að hugsa um að auka fjarlægðina við næsta mann og ekki vera of lengi grímulaus. Við hvetjum því alla til að nota grímur, halda fjarlægð og fara eins varlega og þeim er unnt í þeirra persónulegu sóttvörnum.