Dagskrá nýnemaviku 22.-26. ágúst

Nemendafélag MH, NFMH, heldur úti þéttskipaðri dagskrá fyrir nýnema vikuna 22.-26. ágúst. Dagskráin er eftirfarandi:

MÁNUDAGUR - 22. ÁGÚST: Hádegi: Kökusala og bollasala á Matgarði.
Kvöld: LEYNIKVÖLD í Norðurkjallara.
ÞRIÐJUDAGUR - 23. ÁGÚST: Hádegi: BUSARAVE í Undirheimum.
MIÐVIKUDAGUR - 24. ÁGÚST: Hádegi: Karaoke á Matgarði. Kvöld: BUSADJAMM í Norðurkjallara.
FIMMTUDAGUR - 25. ÁGÚST: Eftir skóla: Skotbolti í íþróttahúsinu.
FÖSTUDAGUR - 26. ÁGÚST: BUSAFERÐ, mæting hjá rútum kl 12:30 og brottför kl 13:00. Athugið að um dagsferð er að ræða (ekki gisting).

Nánari upplýsingar um nýnemaferðina voru sendar á nemendur og aðstandendur í dag.