Brautskráning vor 2018

Brautskráðir voru 166 nemendur  frá skólanum af átta námsbrautum. Fjórir nemendur luku námi af tveimur brautum og flestir brautskráðust af opinni braut, 61 stúdent. Af öðrum brautum voru brautskráðir 21 af félagsfræðabraut, 11 af listdansbraut, 41 af náttúrufræðibraut, 10 af málabraut, 18 á námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs (IB braut), 3 af sérnámsbraut og 5 af tónlistarbraut. Kynjaskipting var þannig að konur voru 101 og karlar 65.
Sextán nemendur luku stúdentsnámi með ágætiseinkunn, þ.e.a.s. fengu yfir 9 í vegna meðaleinkunn sem er metfjöldi stúdenta með ágætiseinkunn við einu og sömu útskriftina. Hæstu einkunnirnar, þ.e. dúx, hlaut Enar Kornelius Leferink sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og tónlistarbraut með 9,88 í meðaleinkunn. Semiduxarskólans voru þeir Davíð Sindri Pétursson sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og Gunnar Sigurðsson sem brautskráðist af opinni braut með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði.  Flestum námseiningum í heildina lauk Katrín Guðnadóttir, samtals  304 einingum en hún brautskráðist bæði af náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut.
Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Enar Kornelius Leferink og Snædís Björnsdóttir og við athöfnina frumflutti Kór Menntaskólans við Hamrahlíð tónverkið „Stökk“ eftir Þórð Hallgrímsson nýstúdent.