Brautskráning 28. maí

Rakel Ösp Skúladóttir dúx, Steinn Jóhannsson rektor og Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir  semidúx.
Rakel Ösp Skúladóttir dúx, Steinn Jóhannsson rektor og Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir semidúx.

Brautskráðir voru 193 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af átta námsbrautum, þ.a. þrír stúdentar sem luku námi af tveimur brautum. Að þessu sinni útskrifuðust flestir af opinni braut eða 98 nemendur, 40 af náttúrufræðibraut, 19 af IB-braut, 4 af málabraut, 17 af félagsfræðabraut, 12 af listdansbraut, 2 af tónlistarbraut og 4 með framhaldsskólapróf.

Átján nemendur voru brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn var yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Rakel Ösp Skúladóttir, nemandi á opinni braut, með framúrskarandi árangur, þ.e. 9,67. Rakel Ösp hlaut auk þess viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í sögu. Semidúx var Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir sem útskrifaðist af opinni braut með 9,55 í meðaleinkunn. Ólína Ákadóttir hlaut viðurkenningu úr minningarsjóði um Sverri S. Einarsson, fyrrum rektor skólans, en Ólína hefur á framúrskarandi hátt nýtt sér möguleika áfangakerfis MH og brautskráðist af tveimur námsbrautum.

Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Embla Rún Halldórsdóttir og Stefán Nordal. Tónlistarflutningur skipaði stóran sess í athöfninni og flutti kór skólans tónlist undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Ellert Blær Guðjónsson bariton og nýstúdent flutti Draumalandið eftir Sigfús Einarsson við undirleik Ólínu Ákadóttur nýstúdents. Ólína flutti einnig verið Un sospiro eftir Franz Liszt.  

Skólaárið var það 55. í sögu skólans.

Hlekkur á frétt inn á MBL.is