Bjartasta vonin í MH

Mynd tekin þegar Gugusar frumflutti lagið Röddin í klettunum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV.
Mynd tekin þegar Gugusar frumflutti lagið Röddin í klettunum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV.

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir nemandi á fyrsta ári í MH fékk verðlaunin Bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum sl. laugardag. Guðlaug Sóley sem kemur fram undir nafninu Gugusar var einnig tilnefnd til verðlauna fyrir bestu raftónlistarplötuna. Við óskum Guðlaugu Sóleyju innilega til hamingju með verðlaunin og tilnefninguna.