153 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð

Fyrri hópur í brautskráningu 29. maí 2020
Fyrri hópur í brautskráningu 29. maí 2020

Brautskráðir voru 153 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af átta námsbrautum. Að þessu sinni útskrifuðust flestir af opinni braut eða 73 nemendur, 27 af náttúrufræðibraut, 19 af félagsfræðabraut,  4 af málabraut, 3 af listdansbraut, 1 af tónlistarbraut, 3 af sérnámsbraut og 23 af IB-braut (International Baccalaureate). Brautskráningin fór fram í tveimur hópum, þ.e. kl. 13:00 og 15:00. Fjöldi gesta í húsi var takmarkaður við 200 manns og því kom aðeins hluti kórs skólans fram og aðeins einn gestur var leyfður á hvert útskriftarefni auk þess sem starfsfólk skipti sér upp á báðar athafnirnar. Athöfninni var streymt á vefinn svo að fólk heima í stofu gæti horft á.

Sex nemendur voru brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Arney Íris E Birgisdóttir sem útskrifaðist af málabraut með 9,37 í meðaleinkunn. Arney Íris hlaut einnig verðlaun fyrir ágætan námsárangur í dönsku. Semidúx var Hulda Kristín Hauksdóttir sem útskrifaðist af opinni braut með 9,23 í meðaleinkunn en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í íslensku.

Ása Ólafsdóttir, stúdent af opinni braut með ágætiseinkunn en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í spænsku.

Ignacia Marey Garcia, stúdent af opinni braut með ágætiseinkunn og hlaut jafnframt verðlaun fyrir ágætan námsárangur í spænsku.

Nanna Kristjánsdóttir, stúdent af opinni braut með ágætiseinkunn en hún hlaut jafnframt Menntaverðlaun Háskóla Íslands. Einnig hlaut hún verðlaun fyrir ágætan námsárangur í stærðfræði frá Stærðfræðifélagi Íslands og verðlaun fyrir ágætan námsárangur í félagsgreinum.

Iustina Basmacenco, stúdent af IB-braut með ágætiseinkunn. Hún hlaut jafnframt verðlaun fyrir ágætan námsárangur á IB braut og verðlaun fyrir ágætan námsárangur í spænsku.

Fjöldi annarra nemenda hlaut einnig verðlaun fyrir námsárangur í einstökum greinum.

Ávörp fyrir hönd nýstúdenta og skírteinishafa fluttu þær Katrín Lóa Hafsteinsdóttir í fyrri hóp og Karolína Finnsdóttir Guðmundsson Roldos í þeim seinni.

Myndir og fréttir frá athöfninni er að finna inn á facebooksíðu MH.

Við óskum öllum gleðilegs sumars og útskriftarnemendum til hamingju með áfangann.