Bleikur dagur

Til að sýna samhug og samstöðu vegna fráfalls nemanda í Verslunarskóla Íslands, Bryndísar Klöru, viljum við hvetja nemendur og starfsfólk til að klæðast bleiku fimmtudaginn 5. september. Með því að klæðast bleiku erum við líka að mótmæla öllu ofbeldi, af hvaða tagi sem það er.