TÖLV2BF05 - Forritun 2 - hlutbundin forritun og gagnagrunnar

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi fyrir alla nemendur skólans.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í að vinna með og hanna gagnagrunna ásamt því að gagnagrunnstengja python forrit. Einnig er vefforritun kynnt í seinni hluta áfanga (html, css, javascript og php). Lögð er mikil áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og mikilvægt er að hafa góðan grunn úr grunnáfanganum og áhuga á forritun.

Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í gagnagrunnum. Við munum búa til SQLite gagnagrunn og hanna gagnatöflur ásamt því að kynnast grunnatriðum í SQL fyrirspurnamálinu. SQL er notað til að gera fyrirspurnir í venslaða gagnagrunna.

Ásamt því þá munu nemendur halda áfram að byggja á python þekkingu sinni og læra að búa til gagnagrunnstengt python forrit.

Í seinni hluta áfangans skoðum við grunnatriði vefforritunar, lærum um HTML, CSS og Javascript. Einnig skoðum við PHP forritun sem gerir okkur kleift að gagnagrunnstengja vefsíður. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð. Áfanginn hentar öllum sem áhuga hafa á því að byggja á python þekkingu sinni í grunnáfanganum.

Námsmat:

Áfanginn er tvískiptur, gagnagrunnshluti og vefforritunarhluti. Í hverjum hluta eru 4 verkefni, og síðasta verkefni hvers hluta er lokaverkefni. Enginn próf eru í áfanganum en mikil áhersla á að mæta vel, vinna verkefni í tímum og skila á tíma.