ÞÝSK2EF05 - Berlínaráfangi

Stutt lýsing á áfanganum:

Í þessum áfanga vinna nemendur að undirbúningi ferðar til Berlínar sem farin er í lok maí, eftir síðustu próf en fyrir brautskráningu stúdenta. Áfram er unnið með færniþættina fjóra, hlustun, lestur, tal og ritun eftir því sem viðfangsefnin gefa tilefni til. Ætlast er til að nemendur sýni sjálfstæði í að afla sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla. Unnið er með námsefni af menningarlegum toga sem tengist Berlín.

Námsmat: Áfanginn er próflaus en nemendur vinn fjölþætt verkefni sem metin eru til einkunnar.