STÆR4ES05 - Strjál stærðfræði

Staða áfanga:

Valáfangi í stærðfræði.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Rökfræði og uppbygging sannana, talnafræði og dulmálsfræði, línuleg bestun, leikjafræði, netafræði, talningarfræði og mengjafræði.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Sannanir, leifareikningur, reiknirit, dulmál, núllsummuleikir, net, jafngildisvensl, umraðanir og samantektir, teljanleg og óteljanleg mengi.

Námsmat:

Annareinkunn gildir 40% og byggist á kaflaprófum, heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 60% . Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófinu. Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að ná áfanganum.