STÆR1AU05 - Stærðfræði -  þrep 1. 
																					                                                    
                        						
	
	
		
					
				Staða áfanga: Undirbúningsáfangi fyrir stærðfræði á 2. þrepi.
Stutt lýsing á áfanganum: Í áfanganum er lögð áhersla á að styrkja grunninn fyrir fyrsta 2. þreps framhaldsskólaáfangann. Farið er í forgangsröð aðgerða, reiknireglur fyrir almenn brot, grunnatriði í algebru, hnitakerfið og jöfnu línu.
Nokkur lykihugtök áfangans : Forgangsröð aðgerða, almenn brot, þáttun, fyrsta stigs jöfnulausnir, hnitakerfi, lína.
Námsmat: Lokaeinkunn byggist bæði á annareinkunn (vinna á önninni) og lokaprófi. Nemandi þarf að ná lokaprófi til að standast áfangann.
Námsefni: Efni frá kennara.