SPÆN2DD05 - Spænska 4

Unnið er með lesskilning, tal, hlustun og ritun. Við vinnum með 4-5 tiltekin lönd og lærum um
mikilsvert fólk þaðan eins og listamenn og stjórnmálafólk. Við kynnum okkur menningu og
merkilega staði, hlustum á tónlist og horfum á ýmiss konar myndefni. Við lærum flóknari
orðaforða og þjálfum okkur í nauðsynlegum málfræðiatriðum til að geta tjáð okkur sem best
og æfum okkur í munnlegri færni. 

 

Námsmat:
Áfanginn er oft símatsáfangi þar sem nemendur vinna verkefni jafn og þétt yfir önnina. Í
sumum tilfellum er þó prófað úr einhverjum hluta námsefnis á lokaprófdögum.
Nemendur gera ýmiss konar verkefni, skrifleg próf, munnleg verkefni, myndbönd,
hlustunarverkefni og skrifleg verkefni, jafn stutt sem lengri.