SÁLF3CU05 - Umhverfis- og réttarsálfræði

Stutt lýsing á áfanganum: 

Í umhverfis- og réttarsálfræði er meðal annars er fjallað um samspil umhverfis og fólks. Farið er í áhrif náttúru og byggðs umhverfis á heilsu og líðan. Fjallað er um þætti í umhverfinu sem valda streitu eða umhverfisstreituvalda. Farið verður í grunnatriði innan réttarsálfræðinnar. Skoðuð verða afbrot og afbrotahegðun. Farið verður í kenningar um afbrotahegðun og tengsl umhverfis og afbrota.

Nokkur lykilhugtök áfangans: 

Umhverfisstreituvaldar, sjálfbærni, athygli, einbeiting, sálfræðileg endurheimt, græn svæði, götumyndir, græn hegðun, umhverfisvæn hegðun, auglýsingar, afbrot, glæpir, streita, áhættuþættir, verndandi þættir, árásarhneigð, falskar játningar og falskar ásakanir.

Námsmat: 

Tímapróf, ritgerð, skýrsla, verkefni og kynningar.