SÁLF3CL03 - Fræðalestur í sálfræði

Stutt lýsing á efni áfangans

Tilgangurinn með áfanganum er að gefa nemendum færi á að dýpka þekkingu sína á undirgreinum sálfræðinnar með lestri á fræðibókum og fræðigreinum. Nemandi velur bækur og greinar í samráði við kennara. Samtals á nemandi að lesa tvær fræðibækur og þrjár fræðigreinar yfir önnina.

Nokkur lykilhugtök áfangans

Fræðigreinar, fræðibækur, læsi, gagnrýninn lestur, munnleg skil, ígrundun.

Námsmat

Áfanginn er ekki í stundaskrá, heldur bókar nemandi viðtalstíma (alls fimm) á önninni. Viðtöl við kennara eftir lestur hverrar bókar/greinar og lestrardagbók þar sem nemandi ígrundar efni þeirra bóka og greina sem þau lesa yfir önnina.

Námsefni

Fræðibækur og fræðigreinar valdar í samráði við kennara.