Stutt lýsing á efni áfangans:
Kynning á íþróttasálfræði og viðfangsefnum hennar. Lögð er áhersla á sálfræðilegar kenningar og rannsóknir tengdar hegðun í íþróttum og hreyfingu almennt. Fjallað er um þá þætti sem geta haft áhrif á frammistöðu og þátttöku í íþróttum, t.d. áhugahvöt, endurgjöf, kvíða og sjálfstraust. Þar að auki verður fjallað um helstu aðferðir sem beitt er við hugræna þjálfun, t.d. spennustjórnun, skynmyndanotkun og markmiðasetningu. Einnig verður fjallað um áhrif íþróttaiðkunar og hreyfingar almennt á líðan fólks. Að lokum verður gert grein fyrir helstu áhættuþáttum sem geta fylgt íþróttaiðkun, m.a. meiðsli og fíkn.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Áhugahvöt, endurgjöf, spennustig, kvíði, streita, andlegur styrkur, hugarþjálfun, spennustjórnun, skynmyndanotkun, sjálfstraust, fíkn, meiðsli.
Námsmat:
Tímapróf, tímaverkefni og rannsóknarverkefni.
Námsefni:
Námsefni kemur úr ýmsum áttum en nemendur þurfa ekki að kaupa kennslubók. Áfanginn byggir að mestu á efni úr bókinni Foundations of Sport and Exercise Psychology (8. útgáfa) eftir Robert S. Weinberg og Daniel Gould. Einnig verður stuðst við ýmsar fræðigreinar, bókakafla og vefsíður/myndbönd.