SÁLF1AD05 - Sálfræði daglegs lífs

Staða áfanga:

Áfangi stendur stakur, enginn undanfari að honum og hann er ekki undanfari fyrir aðra sálfræðiáfanga.

Stutt lýsing á áfanganum: 

Í áfanganum læra nemendur sálfræðilegar aðferðir til að hafa jákvæð áhrif á eigin líðan. Þau horfa inn á við og æfast í ígrundun, sjálfsskoðun og sjálfstjórn með það að markmiði að ná betri stjórn á eigin lífi. Í áfanganum kynnast nemendur einföldum aðferðum og æfingum sem þau geta nýtt sér sem verkfæri í daglegu lífi og samskiptum.

Nokkur lykilhugtök áfangans: 

Núvitund, frestun, streita og slökun, svefn, tilfinningar, ást og ástarsorg, feimni, hvernig hafa má áhrif á hugsun sína, hegðun og líðan, samskipti og samkennd.

Námsmat: 

Vinnubók, dagbækur, lokaverkefni og ýmis smærri verkefni. Mikil áhersla er lögð á góða mætingu