SAGA3CZ05 - Átakasvæði í heiminum

Stutt lýsing á efni áfangans:

Umfjöllunarefnið í þessum áfanga er undirrót stríðsátaka víðs vegar um heiminn. Leitað verður svara við spurningum eins og hvar geisa stríð og hvers vegna? Hvað er barist um? Hvaða átök eru í fréttum í vestrænum fjölmiðlum og hvaða átökum fer minna fyrir? Eigum við von á stríði einhversstaðar á næstu árum? Spennan magnast...

Markmið áfangans er að nemendur geti dýpkað sögulegan skilning sinn og þekkingu á ákveðnum átakasvæðum víðs vegar um heiminn. Þannig verður leitast við að nemendur geti tengt betur saman ólíka atburði og einstaklinga og sett þá í sögulegt samhengi.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Stríðrekstur og stríðsglæpir. Átök og auðlindir. Þjóðernishreinsanir.

Námsmat:

Minni og stærri verkefni á önn.