SAGA3CL05 - Saga læknisfræðinnar I – frá steinöld til miðalda

Stutt lýsing á efni áfangans: Áfanginn er annar af tveimur mögulegum áföngum í sögu læknisfræðinnar.

Hann fjallar um þróun læknisfræðinnar á tímum fornaldar fram á miðaldir. Fjallað verður um læknisfræði og lyfjagerð á steinöld, á tíma Mesópótamíu, Forn-Egypta, Forn-Grikkja og Rómverja. Auk þess verður farið yfir lækningar meðal frumbyggja Norður-Ameríku, San-fólksins í Afríku og frumbyggja Ástralíu. Einnig verður skoðaðar lækningar og sjúkdómar á tímum miðalda, skurðlækningar og algengustu lækningaaðferðir tímans.

Nokkur lykilhugtök áfangans: Neanderdalsmenn, skordýralækningar, höfuðkúpuboranir, skurðlækningar, Mesópótamíumenn, Forn-Egyptar, múmíur, sjúkdómafræði, Grikkir, Hippókrates, lyfjagerð, Rómverjar, blóðtaka, frumbyggjar N-Ameríku og Ástraliu, galdralæknar, náttúrulækningar, áverkar.

Námsmat: Netpróf, ýmis verkefni, heimildaþættir og rannsóknarritgerð.