SAGA2BE05 - Evrópa frá endurreisn til byltinga

Stutt lýsing á efni áfangans: 

Saga Evrópu frá 1500 fram til um 1900. Meðal þess sem verður farið yfir er hvernig miðaldarsamfélög Evrópu eru að breytast í nútímaríki: Ný viðhorf og hugmyndir, Ameríka finnst og uppgangur verslunarstéttar Evrópu, bylting í vísindum og kirkjunni ógnað, stórkostleg list og vangaveltur um mannréttindi. Efni tengt Íslandi eftir því sem tilefni er til.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Endurreisn, siðaskipti, landafundir, vísindabylting, einveldi, upplýsingin, franska byltingin og eftirköst hennar.

Námsmat:

Verkefni, tímapróf, lokaritgerð/lokaverkefni.