SAGA2AA05 - Saga 20. aldar

Stutt lýsing á efni áfangans:

Viðfangsefni áfangans er saga heims og lands frá því um 1900 til loka 20. aldar. Farið er yfir helstu stóratburði tímabilsins en jafnframt leitast við að öðlast innsýn í daglegt líf almennings.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Lýðræði, nasismi, kommúnismi, heimsstyrjöld, kreppa, heimsvaldastefna, kalt stríð, bændasamfélag, nútímavæðing, iðnbylting, velferðarþjóðfélag, jafnrétti, heimildarýni.

Námsmat:

Ritgerð, verkefni og lokapróf.