SÆNS3CC05 - Sænska 3

Stutt lýsing á áfanganum:

Bókmenntaáfangi sem er að hluta til kenndur í fjarnámi. Nemendur eiga að lesa styttri bókmenntaverk og skila verkefnum vikulega.
Í þessum áfanga lesa nemendur þar að auki þrjár sænskar skáldsögur og skrifa bókmenntaritgerðir um þær. Í kennslustundum ræða nemendur og kennari lesið efni. Nemendur öðlast aukna þekkingu á krefjandi bókmenntaverkum og færni í að vinna með þau. Nemendur fá þjálfun í gagnrýnni hugsun, lesskilningi og ritfærni.

Námsmat: Símat sem byggist á vinnuframlagi nemenda á önninni: vikuleg
skrifleg verkefni (20%), þrjár bókmenntaritgerðir (samtals 60%) og munnlegt kynningarverkefni (20%).