MYNL3BM05 - Málun

Stutt lýsing á efni áfangans:

Nemendur vinna nokkur frjáls málverk yfir önnina ásamt ítarlegri hugmynda- og skissuvinnu. Lögð verður áhersla á að nemendur læri ólíkar aðferðir við að þróa eigin hugmyndir og að hugsa um eigin verk sem listrænt ferli. Nemendur þjálfa sig í að beyta ýmisskonar málunartækni í akrýlmálun eða vatnslitamálun. Nemendur sem vinna með vatnslitamálun þurfa að vera búnir með grunnáfanga í vatnslitamálun, MYNL3BV05. Jafnt og þétt yfir önnina fá nemendur kynningu á ýmsum málurum og listastefnum á 20. og 21. öld. Nemendur fá þjálfun við að lýsa eigin vinnuaðferðum í rituðu máli ásamt að því að greina rauðan þráð sem tengir verkin þeirra saman. Í lok annar ættu nemendur að vera tilbúnir með ferilmöppu.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Sjálfstæð vinna, prufur, skissur, persónuleg litapalleta, þróun á inntaki, listrænt ferli, litasamsetningar listamannsins, litablöndun, pensilstrokur, myndbygging, áferð, skerpa, birtumagn, samtíma málarar, listastefnur.

Námsmat:

Leiðsagnarmat og símat í kennslustundum yfir önnina og skrifleg endurgjöf frá kennara fyrir greinagerð. Í lok áfanga eru verklegar æfingar nemanda metnar til einkunna.