MYNL2BT05 - Framhaldsáfangi í teikningu

Stutt lýsing á áfanganum:

Viðfang áfangans er teikning með ýmsum aðferðum og verkfærum bæði eftir fyrirmyndum og í frjálsri sköpun. Áhöld eru blýantar, blý, pennar, blek, kol og fleira.

Nokkur lykihugtök áfangans:

Almenn teikning, teikniæfingar og þjálfun. Línur í öllum sínum fjölbreytileika, karakter og lögun. Form, bæði ólífræn grunnform og lífræn form úr náttúrunni. Skygging með mismunandi áhöldum og áferðum. Samspil ljóss og skugga. Tvívídd og þrívídd. Fantasíuteikning, dýr, plöntur eða uppspunnir karakterar. Munstur og mandölur. Tilraunir með stuttar myndasögur. Lokaverkefni að eigin vali.

Námsmat:

Símat á vinnu í kennslustundum. Kynning á listamanni. Símat á ferilbók/skissubók/heimaverkefni.