MYNL2AB05 - Litafræði, myndbygging og myndgreining

Staða áfanga:

Nemendum á myndlistarlínu á listmenntabraut og nemendum með myndlist í fyrstu kjörgrein á opinni braut er eindregið ráðlagt að taka þennan áfanga.

Stutt lýsing á áfanganum

Áfanganum er skipt í þrjá hluta með áherslu á 1. litafræði, 2. myndbyggingu og 3. myndgreiningu. Tímarnir eru bæði verklegir og fræðilegir. Í litafræðihlutanum verður lögð áhersla á litafræði Jóhannesar Itten og Joseph Albers þar sem litahringurinn er stúderaður ásamt litablöndun, birtumagni í litum, litaskynjun, tengsl lita, tilfinninga og tungumáls. Í myndbyggingar hlutanum verður farið í helstu grunnþætti myndbyggingar, form, línur, litir og kontrast, fjarvídd, hæð og dýpt í mynd, hreyfingu í mynd og skoðað hvaða áhrif þessir þættir hafa í myndum. Nemendur læra að greina myndverk út frá myndbyggingu, litafræði og inntaki verksins og beita aðferðum myndlæsis til að gagnrýna listaverk. Nemandi lærir að þýða myndrænar upplýsinga yfir í orð og öfugt og að þekkja ákveðin minni í myndlist.

Námsmat:

Símatsáfangi þar sem vinna vetrarins og verkefni eru metin til einkunnar.