LOKA3AL05 - Sjálfstætt lokaverkefni

Staða áfanga:

Áfanginn getur verið hluti af kjörgrein í þeirri námsgrein sem verkefnið er unnið í.

Stutt lýsing á áfanganum:

Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu á tilteknu áhugasviði nemandans og þarf viðfangsefnið að vera á 3. þrepi. Ætlast er til að nemendur öðlist hæfni til að nýta fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt sem krefst frumkvæðis, skapandi hugsunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur öðlist reynslu í að vinna sjálfstætt og þjálfist í fræðilegum vinnubrögðum. Nemendur velja að gera verkefni sem fellur undir eitt af eftirfarandi sviðum í samráði við faglegan leiðbeinanda. 

Verkefni getur falist í:

  1. Rannsóknarritgerð sem byggir á rannsókn og úrvinnslu heimilda. Efni getur verið á ýmsum sviðum s.s. bókmennta, sögu, tungumála, raunvísinda, félagsvísinda eða listgreina.
  2. Rannsókn innan félagsvísinda. Nemandi vinnur rannsókn á faglega viðurkenndan hátt.í t.d. einni af eftirtöldum greinum: afbrotafræði, félagsfræði, hagfræði, sálfræði, stjórnmálafræði eða sögu.
  3. Rannsókn innan raunvísinda. Nemandi vinnur rannsókn á faglega viðurkenndan hátt.í t.d. einni af eftirtöldum greinum: eðlisfræði, efnafræði, líffræði eða jarðfræði.
  4. Stærðfræðilegri rannsókn þar sem nemanda gefst tækifæri til að sýna og kanna eigin áhuga á hinum ýmsu viðfangsefnum, svo sem lausnir hagnýtra jafnt sem fræðilegra vandamála.
  5. Eigin sköpunarverki þar sem fræðileg greinargerð fylgir s.s. tónverki, myndverki, hreyfimynd eða skapandi skrifum.

Námsmat:

Mat á vinnuferli og lokaafurð