LIST3CI05 - Listasaga – frá impressionisma til nútímans

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn er einn af fimm mögulegum áföngum í listasögu – en eins og allir listasöguáfangar stendur hann sjálfstæður. Þessi áfangi fjallar um „nútímalist“ og spannar umfjöllun áfangans tímabilið frá 19. - 21. aldar, þar sem skoðuð verða málverk, höggmyndir og arkitektúrs ýmissa stórfenglegra listamanna tímans. Þrátt fyrir að nútímalist sé mjög mismunandi eftir tímabilum, svæðum og einstökum listamönnum, þá urðu miklar breytingar frá raunsærri frásagnarlist sem var vinsæl í vestrænni menningu fyrir miðja nítjándu öld. Kynntar verða fjölmargar og mjög áhugaverðar listastefnur eins og rómantíska stefnan, pre-Raphaelíta, impressionismi og realismi; listastefnur 20. aldar eins og impressionismi, expressionismi, kúbismi, súrrealismi, popplist og op-list.

Í þessum áfanga munu nemendur kynnast stórkostlegum listamönnum á borð við Delacroix, Monet, Manet, Renoir, Vincent van Gogh, Munch, Salvador Dalí, Magritte, Toulouse-Lautrec, Mondrían og Picasso meðal annarra. Skoðaðar verða bygginga a borð við Óperuhúsið í París, Eiffel-turninn og frelsistyttu Bandaríkjanna.

Nokkur lykilhugtök áfangans: 

Fjölbreyttar listastefnur, popplist og op-list, Delacroix, Monet, Manet, Renoir, Degas, Vincent van Gogh, Munch, Salvador Dalí, Magritte, Toulouse-Lautrec, Mondrían, Picasso, Óperuhúsið í París, Eiffel-turninn, frelsistytta Bandaríkjanna.

Námsmat:

Tímaverkefni, netverkefni, netpróf, frjálst hópverkefni, umræður, heimildaþættir og lokapróf.