LIST3CF05 - Listasaga - fornaldarlist

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn er einn af fimm mögulegum áföngum í listasögu – en eins og allir listasöguáfangar stendur hann sjálfstæður. Umfjöllunin spannar tímabilið frá steinöld til ármiðalda eða c.a. tímabilið 30,000 f.Kr. – 500 e.Kr. Í þessum áfanga hefst ferðin á tíma steinaldarmanna, þar sem skoðaðar verða hellamyndir, höggmyndir og steinaldarbyggingar. Þaðan liggur leiðin á slóðir fornra og merkilegra menningarsamfélaga eins og Mesópótamíu, Egyptalandi, Grikklandi, Rómarveldi, fram á ármiðaldir. Fjallað verður um listir þessara fornu menningarheima – glæsilegar höggmyndir, veggmyndir, málverk, arkitektúr og ýmis handverk. Skoðuð verða mörg af merkustu og frægustu listaverkum og arkitektúr tímabilsins.

Nokkur lykilhugtök áfangans: 

Hellamyndir, útskurður, Stonehenge, Páskaeyja, þróun málverka, höggmynda og arkitektúrs, ziggurat, faraóar, pýramídar, grafhýsi, hof, múmíur, Konungadalur, Tutankhamun, Akrópólis, Hellenar, Colosseum, kappleikjavellir, hringleikahús, Pompey.

Námsmat:

Tímaverkefni, netverkefni, netpróf, frjálst hópverkefni, umræður, heimildaþættir og lokapróf.